Arnar Túlkur
Já, ég var túlkur í dag og það var álíka mikil þörf á mér og kattalúgu í fílahúsi. Ég mætti í réttarsal klukkan 12 í dag og sat sem túlkur fyrir þennan fína karl...by the way einungis 2 árum eldri en ég, mér fannst nú munurinn hljóta að vera meiri og mun fara í ýtarlega nafla, augna og ennisskoðun seinna í kvöld. Alla vegana, viðkomandi hafði verið tekinn fyrir það að keyra of nálægt öðrum bíl á hraðbraut í Danmörkinni. Þetta athæfi mannsins var tekið upp á myndband og það verður nú að segjast eins og er að þetta var nú ansi strangt tekið á málum þegar myndbandið fékk að rúlla í salnum. Jú, hinn ákærði viðurkenndi að hafa keyrt of nálægt og myndbandið sýndi það óyggjandi, en miðað við umferðarþunga og allt það þá var þetta nú hálf aumt að taka manninn fyrir að valda hugsanlegum árekstri, sem svo er matsatriði hvort hann hefði lent í þeim árekstri...japl og jamm um viðbragðsflýti og þess háttar. Alla vegana, ég þurfti ekki að túlka neitt og hinn ákærði var nú ef eitthvað var töluvert betri í dönsku en ég. Hann var svo dæmdur til að greiða sekt, endurtaka ökuprófið og skilorðsbundna ökuleyfissviptingu til 3ja ára. Frekar strangur dómur.
Ég hef amk núna prófað að sitja í réttarsal í Danmörku.
Dagurinn í dag að öðru leyti hefur verið mjög fínn. Núna eru krílin að glápa á Disney show og svo ætlum við að smella einni filmu í tækið og glápa og borða snakk.
Ég bið að heilsa í bili,
Arnar Thor
Ég hef amk núna prófað að sitja í réttarsal í Danmörku.
Dagurinn í dag að öðru leyti hefur verið mjög fínn. Núna eru krílin að glápa á Disney show og svo ætlum við að smella einni filmu í tækið og glápa og borða snakk.
Ég bið að heilsa í bili,
Arnar Thor
Ummæli
Boungiorno
Hottí Spottí in Milanó (á eftir sko)